7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Eriksen sneri aftur – Burnley einu stigi frá öruggu sæti

Skyldulesning

Christian Eriksen sneri aftur á fótboltavöllinn í dag.

Christian Eriksen sneri aftur á fótboltavöllinn í dag. AFP

Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen lék í dag sinn fyrsta keppnisleik frá því hann fékk hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu síðasta sumar.

Eriksen kom þá inn á sem varamaður á 52. mínútu fyrir Brentford er liðið mátti þola 0:2-tap á heimavelli fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

Verkefnið var ærið fyrir Eriksen og félaga því Joshua Dasilva fékk beint rautt spjald á 11. mínútu. Newcastle nýtti sér liðsmuninn og Joelinton og Joe Willock skoruðu fyrir leikhlé og tryggðu Newcastle 2:0-sigur.

Þá skildu Crystal Palace og Burnley jöfn, 1:1, á Selhurst Park í London. Jeffrey Schlupp kom Palace yfir á 9. mínútu en Luka Milivojevic jafnaði með sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat.

Burnley er áfram í fallsæti, en nú aðeins einu stigi frá Everton. Palace er í 11. sæti með 30 stig. Newcastle er komið upp í 14. sæti og fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Brentford er með 24 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir