5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Eru fangelsin að yfirfyllast.

Skyldulesning

Eða ganga þessir sóttvarnarglæpamenn lausir í skjóli samúðarfullra ráðherra ríkisstjórnarinnar??

Tifandi ógn við okkur hin, í húfi er opið samfélag, eðlilegt mannlíf í vor og sumar.

Það hafa löng, fjölmenn lönd, náð að halda veirunni fyrir utan landamæri sín.

Á því er ein ástæða, þau taka sóttvarnir við landamærin alvarlega.

Í þeim alvarleika felast tafarlaus viðurlög gagnvart þeim sem virða ekki sóttvarnir, og ekki bara sektir.

Það er ekkert annað í boði.

Hinn möguleikinn er samfélagsleg smit sem ná að grafa um sig, síðan hvert undanhaldið á fætur öðru þar sem reynt er að hamla útbreiðslu veirunnar, loks uppgjöf.

Samfélagslegar lokanir.

Þetta er í húfi.

Og þjóðin mun ekki líða ríkisstjórninni að framfylgja sóttvörnum á landamærum með hangandi hendi.

Fólk bíður átekta núna því það virðist ganga vel að ná tökum á núverandi bylgju, við höfum fyrirheit um að hún verði kæfð í fæðingu.

En það tekur því ekki þegjandi ef það mistekst, og skýringin er stuðningur einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar við sóttvarnaglæpamenn og iðju þeirra.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir