Eru koddarnir þínir gulir? Svona getur þú fengið þá til að líta út eins og þeir séu nýir – DV

0
54

Koddar skipta oft um lit eftir því sem notkunartími þeirra lengist. Hvítir koddar verða stundum áberandi gulir en helsta ástæðan fyrir því er sviti og rykmaurar. Það hefur engin áhrif að skipta um koddaver en það er hægt að gera svolítið annað til að fríska upp á koddana. Það gagnast heldur ekki mikið að setja koddana í þvottavél, að minnsta kosti ekki svona eitt og sér. En hvað er þá hægt að gera til að fríska upp á þá?

Það er til dæmis hægt að nota vatn og sítrónu til að hreinsa þá. Sjóddu 2,5 lítra af vatni og bættu um 6 glösum af sítrónusafa út í. Leggðu koddann í bleyti í þessari blöndu í um tvær klukkustundir. Þvoðu hann síðan með sápu og vatni til að fjarlægja bletti. Skolaðu hann síðan og þurrkaðu.

Það er líka hægt að nota lyftiduft og edik en bæði efni innihalda efni sem vinna gegn bakteríum og eru góð til að fjarlægja skít, bletti og svita. Heltu vatni í skál og settu koddann ofan í. Bættu síðan hálfum bolla af ediki  og hálfum bolla af lyftidufti út í. Láttu koddann liggja í þessu í eina klukkustund. Síðan á að þvo hann í þvottavél og þurrka.