6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Eru spádómar Biblíunar sannir?

Skyldulesning

Allir spádómar Biblíunnar hafa ræst eða eru að rætast!

2 Tím 3:1-4

1 Vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. 2 Mennirnir verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, 3 kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er, 4 sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð

Tákninn sem Jesú benti lærisveinum sínum á sem tákn um endurkomu hans eru svo skýr og áberandi í dag, en blekkingar óvinarins blinda og blekkja fólk frá sannleikanum um frelsið í Jesú.

Mat 24:3-14

3 Þá er hann sat á Olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: „Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?“ 4 Jesús svaraði þeim: „Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. 5 Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!' og marga munu þeir leiða í villu. 6 Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn. 7 Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. 8 Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna. 9 Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns. 10 Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata. 11 Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. 12 Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. 13 En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða. 14 Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.

Ég set hér inn link á mjög góða myndræna lýsingu á ástandinu í dag.

Guð blessi þig!

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir