Íþróttir | Enski boltinn | mbl | 18.3.2022 | 17:12 | Uppfært 17:52
Enska knattspyrnufélagið Everton hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem brasilíski varnartengiliðurinn Allan fékk í 1:0-sigri liðsins á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
Allan fékk upphaflega gult spjald en eftir að Craig Pawson dómari skoðaði VAR-skjáinn ákvað hann að breyta spjaldinu í rautt.
Þeirri ákvörðun eru forsvarsmenn Everton ósammála og vilja að rauða spjaldið verði dregið til baka. Hefur félagið tilkynnt enska knattspyrnusambandinu formlega um það.
Til vara óskar Everton eftir því að bann Allans verði stytt úr þremur leikjum í einn.