5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Evrópudeildin er okkur allt

Skyldulesning

Mikel Arteta vonast til þess að komast alla leið í …

Mikel Arteta vonast til þess að komast alla leið í Evrópudeildinni.

AFP

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að í kvöld sé allt undir hjá sínu liði á þessu keppnistímabili þegar það tekur á móti Slavia Prag í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Emirates-leikvanginum.

Arsenal á ekki mikla möguleika á að ná fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar þannig að sigur í Evrópudeildinni er raunhæfasta tækifæri liðsins til að vinna sér sæti í Meistaradeildinni fyrir næsta tímabil.

„Við viljum komast í undanúrslitin og vitum hversu mikilvægur þessi leikur er fyrir okkur. Við munum berjast áfram á meðan mögulegt er að komast í gegnum úrvalsdeildina. Það verður gríðarlega erfitt en er enn ekki útilokað,“ sagði Arteta á fréttamannafundi.

Slavia Prag hefur verið nánast ósigrandi í vetur. Liðið er með yfirburðaforystu heima í Tékklandi, er fjórtán stigum á undan erkifjendunum í Sparta Prag, og er búið að slá út Leicester og Rangers í 32- og 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Þar vann liðið 2:0-útisigra, bæði á Englandi og í Skotlandi.

Hjá Arsenal vantar skoska bakvörðinn Kieran Tierney sem verður frá keppni í sex vikur eftir að hafa meiðst í leiknum við Liverpool um síðustu helgi. David Luiz er einnig úr leik og tvísýnt er með Martin Ödegaard, en þeir Bukayo Saka, Emile Smith Rowe og Granit Xhaka koma aftur inn í hópinn eftir meiðsli og veikindi.

Hjá Slavia Prag vantar varnarmanninn öfluga Ondrej Kudela. Hann hefur verið úrskurðaður í eins leiks bráðabirgðabann á meðan ásakanir á hendur honum eru rannsakaðar betur en hann var kærður fyrir að hafa sýnt af sér kynþáttaníð í garð leikmanns Rangers í16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir