6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Evrópudeildin: Rúnar Alex hélt hreinu í sigri Arsenal

Skyldulesning

Nokkrum leikjum í 4. umferð riðlakeppni Evrópudeildinni er lokið. Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu í 0-3 sigri Arsenal gegn Molde. Þá voru Arnór og Hörður Björgvin báðir í byrjunarliði CSKA Moskvu sem gerði jafntefli við Feyenoord.

Rúnar Alex stóð vaktina í marki enska liðsins Arsenal er liðið heimsótti norska liðið Molde í kvöld. Nicolas Pepé kom Arsenal yfir með marki á 50. mínútu. Reiss Nelson tvöfaldaði síðan forystu Arsenal með marki á 55. mínútu. Það var síðan ungstirnið Folarin Balogun sem innsiglaði 0-3 sigur Arsenal með marki á 83. mínútu. Arsenal er eftir leikinn í 1. sæti B-riðils með fullt hús stiga eftir 4 leiki. Þetta var annar leikur Rúnars fyrir félagið.

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliðið rússneska liðsins CSKA Moskvu sem gerði 0-0 jafntefli gegn Hollenska liðinu Feyenoord. Hörður spilaði allan leikinn en Arnór var tekinn af velli á 63. mínútu. CSKA Moskva er í erfiðri stöðu í riðlinum, liðið situr í 4.sæti með 3 stig.

Í G-riðli gerði enska liðið Leicester City 3-3 jafntefli við portúgalska liðið Braga í Portúgal. Heimamenn komust yfir með marki á 4. mínútu en Harvey Barnes jafnaði leikinn fyrir Leicester skömmu síðar. Paulinho kom síðan Braga aftur yfir með marki á 24. mínútu. á 79. mínútu jafnaði Luke Thomas leikinn fyrir Leicester. Fransergio virtist hafa tryggt Braga sigur er hann kom liðinu aftur yfir á 90. mínútu en Jamie Vardy náði að jafna leikinn áður en flautað var til leiksloka. Leicester er eftir leikinn í 1. sæti riðilsins með 10 stig, Braga er í 2. sæti með 7 stig.

Önnur áhugaverð úrslit voru þau að skoska liðið Celtic steinlá er liðið tapaði 4-1 fyrir Sparta Prag. Þá gerðu Lille og A.C. Milan 1-1 jafntefli.

Fleiri leikir eru á dagskránni í Evrópudeildinni í kvöld. Þar verða Sverrir Ingi Ingason og Albert Guðmundsson í eldlínunni með sínum liðum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir