2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Evrópudeildin: Sverrir spilaði í tapi – Albert og félagar gerðu jafntefli við Real Sociedad

Skyldulesning

Fjórðu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar lauk í kvöld með fullt af leikjum. Sverrir Ingi var spilaði allan leikinn í PAOK sem tapaði 3-2 fyrir hollenska liðinu PSV og Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem gerði jafntefli við spænska liðið Real Sociedad.

Sverrir Ingi, leikmaður PAOK, var í byrjunarliði liðsins og spilaði allan leikinn í 3-2 tapi gegn hollenska liðinu PSV. PAOK er eftir leikinn í 3. sæti E-riðils með 5 stig eftir fjóra leiki.

Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar var í byrjunarliði liðsins og spilaði 71. mínútu í 0-0 jafntefli gegn spænska liðinu Real Sociedad. AZ Alkmaar er eftir leikinn í 1. sæti F-riðils með 7 stig eftir fjóra leiki.

Önnur helstu úrslit voru þau að enska liðið Tottenham vann 4-0 sigur á Ludogorets í J-riðli, Tottenham er í 1.sæti riðilsins með 9 stig eftir fjóra leiki.

Þá vann Napoli 2-0 sigur á Rijeka á Stadio San Paolo sem mun bráðum bera nafnið Diego Armando Maradona, í höfuðið á argentínsku knattspyrnugoðsögninni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir