2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Evrópudeildin: West Ham í undanúrslit – Frankfurt sló Barcelona úr leik

Skyldulesning

Ljóst er hvaða þrjú af fjórum liðum leika til undanúrslita í Evrópudeildinni í ár eftir úrslit kvöldsins.

West Ham heimsótti Lyon í kvöld eftir að hafa haldið út manni færri í 1-1 jafntefli í Lundúnum í síðustu viku. Craig Dawson kom gestunum á bragðið þegar hann skallaði boltann í netið af nærstönginni eftir hornspyrnu Pablo Fornals á 38. mínútu.

Declan Rice bætti við öðru marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og Jarod Bowen kom West Ham í 3-0 í Frakklandi með marki á 48. mínútu. Gestirnir réðu lögum og lofum á vellinum í kjölfarið og sigldu sigrinum heim, lokatölur í einvíginu 4-1 fyrir West Ham.

Eintracht Frankfurt gerði sér lítið fyrir og vann Barcelona 3-2 í mjög svo dramatískum leik á Nývangi. Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli. Filip Kostić kom gestunum yfir úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu og Rafael Santos Borré bætti við marki á 36. mínútu, staðan í hálfleik 2-0 Frankfurt í vil.

Kostic var ekki hættur og bætti við þriðja marki þýska liðsins með góðri afgreiðslu á 67. mínútu. Tólf mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og Barcelona tókst heldur betur að klóra í bakkann.

Sergio Busquets minnkaði muninn fyrir Börsunga á fyrstu mínútu uppbótartíma áður en heimamenn fengu dæmda vítaspyrnu undir blálokin. Memphis Depay minnkaði muninn í 3-2 en að lokum var það Frankfurt sem fór áfram og mæta West Ham í undanúrslitum, lokatölur í einvíginu 4-3 fyrir Frankfurt. RB Leipzig komust áfram fyrr í kvöld með 2-0 sigri á Atalanta.

Leikur Rangers og Braga í Skotlandi fór í framlengingu. Staðan í einvíginu er 2-2 en Braga eru manni færri.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir