5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Evrópusambandið að banna blýhögl við skotveiðar

Skyldulesning

Evrópusambandið hyggst banna notkun allra skotfæra með blýi á þessu ári og frá með 1. janúar verði aðeins leyfilegt að nota haglaskot með stálhöglum.

Ástæðan fyrir banninu er að áætlað er að um ein milljón votlendisfugla drepist á hverju ári vegna blýeitrunar þar sem blýið mengar jarðveg og vatnsból auðveldlega þegar það leysist upp í náttúrunni. Í nýlegri rannsókn kom í ljós að um 40% þeirra votlendisfugla, sérstaklega svanir, voru með mjög hátt hlutfall blýs í blóðinu.

Fleiri lönd hafa þegar tekið upp bann við notkun á blýhöglum, þar á meðal Danmörk en þar tók bannið gildi árið 1996. Flest lönd innan EU hafa þó ekki lagt til eða tekið upp alsherjarbann við notkun á blýhöglum en þessi nýja reglugerð gerir það að verkum að öll notkun verður bönnuð sem og sala á skotfærum til fuglaveiða sem innihalda blý. Aðlögunartíminn er 24 mánuðir frá og með 1. janúar 2021.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir