Bæði Manchester United og Manchester City hafa eytt háum fjárhæðum á leikmannamarkaðnum undanfarin ár.
Þrátt fyrir það hafa bæði lið verið í basli í upphafi tímabilsins en þau mætast í baráttunni um Manchester á laugardaginn kemur á Old Trafford í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar.
„Þetta verður mjög forvitnilegur nágrannaslagur,“ sagði Carla Anka, blaðamaður The Athletic.
„Manchester City hefur ekki byrjað tímabilið vel og þeirra einu stöðugleiki á tímabilinu hefur verið hversu óstöðugir þeir hafa verið. Þetta verður því mjög athyglisverður leikur milli liða sem sem hafa strögglað í upphafi tímabilsins.
Manchester United hefur eytt háum fjárhæðum í einhverja leikmenn og passa ekkert endilega inn í þá hugmyndafræði sem verið er að vinna með.
Manchester City líka eytt háum fjárhæðum í bæði varnarmenn og varnarsinnaða miðjumanna. Þeim hefur samt sem áður ekki tekist að finna það sem þeir eru að leita að í arftaka Fernandinho,“ sagði Anka meðal annars.