0 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Facebook-árásarmaður í tveggja vikna varðhald

Skyldulesning

Maðurinn gekk í skrokk á öðrum manni síðustu helgi og …

Maðurinn gekk í skrokk á öðrum manni síðustu helgi og deildi myndbandi af því á Facebook.

mbl.is/Eggert

Karlmaður sem birti myndband af sér á Facebook, þar sem hann gekk í skrokk á öðrum manni, hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Fréttablaðið greinir frá þessu og fær staðfest frá lögreglu.

Maðurinn var handtekinn á sunnudag en síðar sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann var síðar handtekinn á ný ásamt öðrum manni í viðamiklum aðgerðum lögreglu í fyrradag.

Hópar takast á

Myndbandið af slagsmálunum var birt síðustu helgi. Á þriðjudag kviknaði í íbúð mannsins, sem stóð að árásinni, eftir að bensínsprengju var kastað inn í íbúðina. Í gær var samskonar sprengju kastað á hús á Freyjugötu og er hún talin vera hefndaraðgerð vegna eldsins í Úlfarsárdal.

Lögregla lýsti í gær eftir manninum sem varð fyrir árás í myndbandinu á Facebook.

Innlendar Fréttir