10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Fæðingarsaga Blævar: „Fædd til að ganga með barn en ekki fæða það“

Skyldulesning

Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Það leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki.

Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu. Blær eignaðist sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári en þá kom Arnaldur Snær í heiminn. Hún er í sambandi með Guðmundi Felixsyni en Blær segir að meðgangan hafi gengið vel en fæðingin sjálf ekki eins vel.

„Meðgangan var bara góð og ég veit að það eru sumar konur sem þola ekki að heyra þetta, af því að þeirra meðganga var svo hræðileg en ég var ótrúlega heppin. Ég fékk enga ógleði, ég slitnaði smá í lokin. Ég var alltaf fullfær um að ganga og þetta var rosalega góð meðganga,“ segir Blær og heldur áfram.

Blessunarlega á milli fyrstu og annarrar bylgju

„Aftur á móti var fæðingin mjög erfið. Ég er greinilega fædd til að ganga með barn en ekki fæða það,“ segir Blær sem var nokkuð stressuð fyrir fæðingunni og það bætti ekki stöðuna að kórónuveiran var alltaf í kollinum á parinu.

„Blessunarlega átti ég barnið á milli fyrstu og annarrar bylgju og því mátti Gummi vera með mér í fæðingunni og mátti líka vera með mér á sængurlegudeildinni,“ segir Þuríður Blær sem lýsir fæðingunni í viðtalinu, fæðing sem hefði mátt ganga betur. Frásögn hennar hefst þegar 18:30 mín er liðnar af viðtalinu.

Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig er farið vel yfir rappsveitina Reykjavíkurdætur og hennar sögu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir