3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Fær 350 milljónir í bónus ef honum tekst að bjarga þeim

Skyldulesning

Sam Allardyce var ráðinn stjóri West Brom í gær eftir að Slaven Bilic var rekinn úr starfi, nokkuð óvænt.

Kínversku eigendur félagsins eru ekki sáttir með ganga mála þrátt fyrir að Bilic hafi komið félaginu upp í efstu deild og ráku hann. West Brom eru nýliðar í úrvalsdeildinni en Bilic var ósáttur með stuðning félagsins á félagaskiptamarkaðnum í sumar.

Allardyce er þekktur fyrir að koma liðum úr fallsæti og bjarga þeim. Ef honum tekst það þá fær hann líka veglan bónus.

Samningur Allardyce er út tímabilið með möguleika á öðru ári en hann fær 350 milljónir íslenskra króna í bónus, bjargi hann West Brom frá falli.

Allardyce er 66 ára gamall en hann stýrði Everton síðast árið 2018 en hefur síðan þá verið atvinnulaus.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir