faerdu-forsetanum-osamstaeda-sokka

Færðu forsetanum ósamstæða sokka

Innlent | Morgunblaðið | 21.3.2022 | 5:30 | Uppfært 5:56

Thelma Björk Jónsdóttir, Jón Árni Arnarsson, Glódís Erla Ólafsdóttir, Atli …

Thelma Björk Jónsdóttir, Jón Árni Arnarsson, Glódís Erla Ólafsdóttir, Atli Már Indriðason og Birgir Gíslason með Guðna forseta. mbl.is/Arnþór

Félag áhugafólks um Downs-heilkennið færði Guðna Th. Jóhannessyni forseta ósamstæða sokka að gjöf á Bessastöðum á föstudag, í tilefni alþjóðlega Downs-dagsins sem er í dag. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu er áhersla dagsins í ár á fulla þátttöku einstaklinga með Downs í samfélaginu. Krafan um samfélag þar sem allir geta notið sín og fengið til þess tækifæri.

Guðni tekuir á móti sokkunum.

Guðni tekuir á móti sokkunum. mbl.is/Arnþór

„Einstaklingar með Downs eiga líka vonir og þrár um sömu tækifæri á öllum sviðum samfélagsins,“ segir í tilkynningunni.

Sem tákn um fjölbreytileika eru allir hvattir til þess að vera í ósamstæðum sokkum í tilefni dagsins.


Posted

in

by

Tags: