0 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Færri komast að hjá Fjölskylduhjálp en vilja

Skyldulesning

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskyldhjálpar Íslands.

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskyldhjálpar Íslands.

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Alls hafa um 500 heimili sótt um mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands síðastliðinn sólarhring en 400 heimili verða afgreidd næstu tvo daga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjölskylduhjálpinni en þar segir að aðrar fjölskyldur færist yfir á næstu úthlutun.

Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir, starf­andi formaður Fjöl­skyldu­hjálp­ar, sagði í samtali við mbl.is við úthlutun í lok október að þá, líkt og nú, hefðu færri komist að en vildu. Fólk sækir um aðstoð á fjölskylduhjálp.is

Þá sagði hún enn fremur að eftirspurn eftir mataraðstoð hefði aukist í heimsfaraldri kórónuveirunnar. 

„Við þyrft­um að geta hjálpað svona 2.500 til 3.000 heim­il­um í mánuði. Við hræðumst mjög jól­in. Við erum að vona að Smáralind og Kringl­an verði alltaf með jóla­tré, það breytti miklu fyr­ir fólk að fá hjálp með jóla­gjaf­ir,“ sagði Ásgerður.  

Innlendar Fréttir