1 C
Grindavik
17. janúar, 2021

Faldi lambahryggi undir úlpunni á leið út úr verslun – Meintir innbrotsþjófar handteknir

Skyldulesning

Á sjöunda tímanum í gær var tilkynnt um þjófnað úr verslun á Seltjarnarnesi. Þar hafði maður reynt að stela tveimur lambahryggjum með því að fela þá undir úlpu sinni. Hann missti hryggina þegar hann yfirgaf verslunina. Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Vesturbænum. Par var handtekið á vettvangi, grunað um aðild að innbrotinu. Það var vistað í fangageymslu.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi komu þrír menn inn í verslun í Laugarhverfi. Tveir versluðu en sá þriðji fór út með vörur sem hann greiddi ekki fyrir. Öryggishlið gaf frá sér merki þegar hann fór út og fór starfsmaður á eftir manninum og náði hluta af vörunum. Maðurinn komst undan með félögum sínum í bifreið sem beið fyrir utan. Málið er í rannsókn.

Fjórir ökumenn voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna.

Innlendar Fréttir