1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Falldraugurinn vofir yfir Everton

Skyldulesning

Jay Rodriguez fagnar eftir að hafa jafnað fyrir Burnley gegn …

Jay Rodriguez fagnar eftir að hafa jafnað fyrir Burnley gegn Everton í kvöld. AFP/Lindsey Parnaby

Burnley galopnaði fallbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að sigra Everton í sannkölluðum sex stiga leik á Turf Moor í kvöld, 3:2.

Þar með er Everton nú aðeins einu stigi fyrir ofan Burnley og fallsæti með 25 stig. Burnley er komið með 24 stig, Watford er með 22 og Norwich 18 en þrjú neðstu liðin falla í vor.

Nathan Collins kom Burnley yfir strax á 12. mínútu en Richarlison jafnaði fyrir Everton úr vítaspyrnu sex mínútum síðar.

Undir lok fyrri hálfleiks fór Richarlison aftur á vítapunktinn og kom Everton yfir, 2:1.

Jay Rodriguez jafnaði fyrir Burnley, 2:2, á 57. mínútu og það var síðan Maxwel Cornet sem skoraði sigurmarkið á 86. mínútu eftir sendingu frá Matej Wydra, 3:2.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir