6 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

Fallegur flutningur Selmu Björns og Vignis á laginu River

Skyldulesning

Lífið

Selma Björns og Vignir Snær komu fram á aðventukvöldi á vegum Ljóssins.
Selma Björns og Vignir Snær komu fram á aðventukvöldi á vegum Ljóssins.
Skjáskot

Selma Björnsdóttir og Vignir Snær Vigfússon komu saman fram á aðventukvöldi Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.

Í ár var viðburðurinn í beinni útsendingu í streymi á samfélagsmiðlum Ljóssins. Selma og Vignir tóku meðal annars Joni Mitchel lagið River.

„Viðburðurinn gekk mjög vel og viðbrögðin við umfjölluninni hafa meðal annars verið að fólk sem nýlega hefur greinst hefur haft samband,“ segir Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins um viðburðinn. 

Flutning Selmu og Vignis má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

Klippa: River – Selma Björns og Vignir


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Innlendar Fréttir