vonandi segir maður núna.
„Of lítið var keypt af bóluefnum og sló ESB meira að segja hendinni á móti mörg hundruð milljónum skammta frá Biontech og Moderna. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði tímaritsins Der Spiegel, sem kom út í gær,“
Mikið vildi ég að yfirvöld staðfestu að svo sé í þessu tilviki. Nema að hér sé enn ein sönnun þess hversvegna Ísland bara tapar á þessum sífellda Evrópusambandseltingaleik. Sitjum við virkilega uppi með að framlengja Covidið út næsta ár vegna bóluefnisleysis?
Ef þetta er rétt þá veit ég ekki hvað gerist í pólitíkinni í næstu kosningum. Hver skyldi verða flinkastur í að benda á aðra eins og varðstjórinn Dagur á Óðinstorgi?
Skyldum við lenda í Evrópusambandinu eftir allt?
Skyldu þetta vera Falsfréttir eða hvað?