8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Fann ástina í Króatíu

Skyldulesning

Eva Hrönn kynntist Antun Jarič, eða Tunjo eins og hinir …

Eva Hrönn kynntist Antun Jarič, eða Tunjo eins og hinir innfæddu nefna hann dags daglega, á kaffihúsinu Pandora í smáþorpinu Sikirevci í Króatíu, skammt frá landamærunum við Bosníu, og nú er óvíst hvort hún snúi nokkurn tíma til fósturjarðarinnar á ný.

Ljósmynd/Aðsend

Eva Hrönn Árna Jóhannsdóttir er fertugur Reykvíkingur, Hafnfirðingur, Skagakona og öryrki sem eignaðist góða vinkonu frá Krótíu, Maríu Agnesi Jósefsdóttur Lučić, þegar þær störfuðu saman við ræstingar í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði um aldamótin.

Síðan hefur Eva Hrönn oft heimsótt vinkonu sína sem er fædd og uppalin í örsmáu þorpi, Sikirevci í Austur-Slavoniuhéraði, skammt frá landamærunum við Bosníu. Ein þeirra heimsókna átti sér stað í ágúst nú í ár og síðan hefur Eva Hrönn verið föst í Sikirevci, hún fékk einfaldlega ekkert flug heim.

Fleira kom þó til því Eva Hrönn kynntist Antun Jarič, eða Tunjo eins og hann er kallaður, á kaffihúsinu Pandora í Sikirevci og felldu þau hugi saman.

Nú er óvíst hvort Eva Hrönn snúi nokkurn tímann til baka frá þessu fagra Austur-Evrópuríki þar sem henni hefur verið uppálagt að fylgja ástinni þótt vegir hennar kunni að vera brattir og hálir eins og Khalil Gibran sagði í Spámanninum.

Eva Hrönn kemur þó til Íslands í janúar til að sækja hundinn sinn, hann Bússa, sem hún getur ekki lifað án, enda var hún með böggum hildar þegar sá ferfætti týndist og var horfinn í heila viku en fannst fyrir atbeina Facebook-hópsins Hundasamfélagsins og taldi Eva Hrönn sig þar hafa heimt sinn besta vin úr helju.

Viðtalið má lesa í heild sinni í vefútgáfu Morgunblaðsins

Innlendar Fréttir