Fann buxnainnlegg í skókassa 5 ára dóttur sinnar – Ástæðan er drepfyndin – DV

0
103

Börn eru oftast ótrúlega skemmtileg og hugmyndarík. Þau fara oft sínar eigin leiðir og koma okkur mjög á óvart. Þetta fékk Hazel Hulse, sem býr í Skotlandi, staðfest morgun einn þegar hún var að aðstoða fimm ára dóttur sína við að komast af stað á fyrsta skóladegi.

Hulse sótti skókassa dóttur sinnar, Sophia, en í honum voru skólaskórnir hennar. Þegar hún opnaði kassann sá hún tvö buxnainnlegg.

Þegar hún spurði Sophia af hverju hún væri með buxnainnleggin í skókassanum rúllaði hún augunum og svaraði: „Mamma, þetta eru skóinnlegg! Þau gera skóna þægilegri. Þú ert svo treg.“

„Ég sprakk úr hlátri,“ skrifaði Hulse á Facebook.