8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Fannst látin eftir að hún missti síma sem var í hleðslu í baðið

Skyldulesning

Hversu mörg ykkar hafa verið í símanum á meðan þið eruð í baði? Hefur það gerst að síminn sé batteríslaus eða alveg að verða það og þið ákveðið að stinga honum í hleðslu en haldið áfram að skoða samfélagsmiðla og spjalla við vini? Það getur verið lífshættulegt.

Oleysa Semenova lét lífið aðeins 24 ára að aldri eftir að hún missti iPhone-símann sinn í baðið. Síminn var í hleðslu og fékk hún raflost.

Vinkona hennar fann hana látna í baðinu í Arkhangelsk, Rússlandi. Mirror greinir frá.

„Ég öskraði, ég hristi hana, en hún var föl, andaði ekki og sýndi engin lífsmerki,“ segir vinkona hennar og fasteignasalinn Daria.

„Ég var mjög hrædd. Ég fékk smá raflost þegar ég snerti hana. Það var snjallsími í vatninu sem var ennþá í hleðslu,“ segir hún.

Rússnesk yfirvöld gáfu út viðvörun eftir slysið og vara fólk við að nota raftæki sem eru tengd við rafmagn í baði.

„Það versta sem getur gerst ef þú missir símann þinn í baðið er að síminn eyðileggst. En ef síminn er tengdur við rafmagn þá vitum við hverjar afleiðingarnar eru,“ kemur fram í tilkynningunni.

Innlendar Fréttir