Vegna tafa á samþættingu gagna frá Fanhub, sem er framleiðandi Fantasy leiks Bestu deildarinnar og Opta – Stats Perform verður því miður ekki hægt að opna leikinn í dag.
Unnið er hörðum höndum við að koma þessum hlutum í lag og verður opnað fyrir skráningar í leikinn á morgun.
„Við biðjumst velvirðingar á þessum töfum og þökkum þolinmæðina,“ segir í tilkynningu.