-4 C
Grindavik
4. desember, 2020

Faraldurinn á mikilli niðurleið

Skyldulesning

Með í reikninginn – hjartaáföll

Einn dag fyrir átta árummeð eimskipi tók ég far.Nú man ég því miður ekkihver meining ferðalagsins var. En einhverra orsaka vegnaað endingu landi...

Aðeins fjögur COVID-19 innanlandssmit greindust í gær og þar af voru tveir í sóttkví. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að bylgjan væri á góðri niðurleið en heldur færri sýni hafi verið tekin í gær en undanfarið, eða alls 770 innanlands.

Hvetur Þórólfur alla sem finna til minnstu einkenna að fara í sýnatöku.

Alls hafa 2.970 greinst með COVID-19 síðan 15. september. 51 er nú á Landspítala, þar af 16 með virkt smit, 3 á gjörgæslu og 1 á öndunarvél.

Þórólfur sagði að álag væri farið að minnka mikið á sjúkrahúsum sem væri ánægjulegt. Segir hann að hægt og bítandi verði nú hægt að létta af takmörkunum en mikilvægt sé samt að fara þar hægt í sakirnar.

Hvað væntanlegt bóluefni varðar þá sagði Þórólfur að þar væri ekkert í hendi. Fyrstu fréttir frá tveimur framleiðendum lofuðu hins vegar góðu og hann bindur vonir við að bólusetning hér á landi geti hafist á fyrri hluta næsta árs. Undirbúningur að bólusetningu verður kynntur síðar.

Innlendar Fréttir