3 C
Grindavik
7. maí, 2021

Farsótt og misskilið frelsi

Skyldulesning

Kínaveiran og sóttvarnir skerða frelsi sem áður var sjálfgefið. Þúsundir Íslendinga hafa setið í sóttkví og einangrun vegna kófsins. Það heitir stofufangelsi og er frelsissvipting á mælikvarða sem gilti fyrir farsótt.

Ferðamenn sem koma til landsins eru sendir í farsóttarhús til að fyrirbyggja nýsmit veirunnar. Sumir kalla það frelsissviptingu. En ferðmann hafa val, þeir þurfa ekki að koma hingað. Undarlegt er að fáir segja skerðing á frelsi þegar Íslendingar eru settir í stofufangelsi, sóttkví eða einangrun, í sama tilgangi. Spéhræðsla við útlendinga brýst þarna fram. En tilfellið er að Íslendingar standa sig ljósárum betur en flest útlönd í sóttvörnum.

Í meðfylgjandi frétt er sagt frá háu hlutfalli þeirra sem veikjast af COVID-19 og eru allt að 3 mánuði að jafna sig. Lægra hlutfall, raunar mun lægra, jafnar sig aldrei, fer ofan í gröfina.

Kínaveiran er skæð farsótt. Tveir möguleikar eru í stöðunni. Í einn stað að grípa til margvíslegra ,,frelsisskerðinga“ s.s. sóttkvíar, einangrunar og farsóttarhýsingu ferðamanna. Í annan stað blasa við samfélagslokanir til að ráða við endurteknar smitbylgjur.

Svíar reyndu þriðju leiðina, að leyfa farsóttinn að éta sig í gegnum samfélagið. Þeir sneru við blaðinu þegar líkin hrönnuðust upp og heilbrigðiskerfið fór á hliðina.

Enginn hefur frelsi til að smita aðra sjúkdómi sem getur leitt til langvinnra veikinda og í versta falli ótímabærs andláts. Skrítið hve margir ágætlega gefnir einstaklingar skilja ekki þessi einföldu sannindi. Hverjum dytti í hug að kalla það frelsisskerðingu að bannað sé aka á vinstri vegarhelmingi? Hvað með frelsið til að bera vopn? Kaupa vændi? Komast í heróínvímu?

Samfélag þarf lög og reglur til að það sé starfhæft. Annars gilda frumskógarlögmálin.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir