FBI varar við: Alls ekki stinga símanum í samband – DV

0
78

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur sent ferðalöngum viðvörun þess efnis að nota ekki gjaldfrjálsar hleðslustöðvar fyrir farsímana sína.

Slíkum stöðvum hefur fjölgað mjög á síðustu árum og eru þær til dæmis aðgengilegar á fjölförnum stöðum eins og flugvöllum, verslunarmiðstöðvum og á hótelum. Eðli málsins samkvæmt getur verið freistandi að stinga í samband þegar rafhlaðan á símanum er við það að tæmast.

FBI birti tilkynningu um þetta á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu og tók fram að óprúttnir aðilar gætu komið fyrir spilliforritum í símanum.

Fréttasíðan Axios hafði samband við FBI vegna málsins og þar fengust þau svör að um væri að ræða almenna áminningu frá Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (FCC) en ekki beint sérstök tilvik eða fjölgun mála af þessu tagi.

FCC hefur áður en bent á að óprúttnir aðilar, sem búa yfir góðri tækniþekkingu, geta komið fyrir búnaði sem stelur lykilorðum eða læsir símtækjum fólks. Þá hefur stofnunin einnig varað fólk við því að taka á móti USB-hleðslusnúrum frá óþekktum aðilum sem þykjast vera í einhvers konar kynningarstarfi. Best sé að vera með eigin snúru frá viðurkenndum söluaðila.

Avoid using free charging stations in airports, hotels or shopping centers. Bad actors have figured out ways to use public USB ports to introduce malware and monitoring software onto devices. Carry your own charger and USB cord and use an electrical outlet instead. pic.twitter.com/9T62SYen9T

— FBI Denver (@FBIDenver) April 6, 2023