7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

FBI varar við svikum með bóluefni gegn kórónuveirunni

Skyldulesning

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur sent frá sér aðvörun vegna svika með bóluefni gegn kórónuveirunni. Bólusetningar eru hafnar í Bandaríkjunum með bóluefninu frá Pfizer. Milljónir manna bíða nú eftir að röðin komi að þeim og það reyna svikahrappar að nýta sér. Þeir segjast geta útvegað fólki bóluefni í skiptum fyrir viðkvæmar persónuupplýsingar.

CNN skýrir frá þessu. FBI tekur þessu að sögn mjög alvarlega og segir að svikahrappar reyni að nýta sér faraldurinn í hagnaðarskyni.

Auk „sjálfstætt starfandi“ svikahrappa þá reyna mörg fyrirtæki og félög að selja „kraftaverkakúra“ gegn kórónuveirunni. Þessir kúrar hafa engin áhrif á veiruna og geta í versta falli verið hættulegir.

Almenningur er því varaður við ýmsum gylliboðum tengdum bóluefnum gegn kórónuveirunni og bent á að oft sé verið að reyna að fá fólk til að gefa upp lykilorð og persónulegar upplýsingar í tengslum við þessar tilraunir.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir