4 C
Grindavik
9. maí, 2021

FBI varar við útbreiðslu QAnon í Evrópu – Hefur náð sterkri fótfestu

Skyldulesning

QAnon-hreyfingin hefur náð góðri fótfestu í Evrópu eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. Umfangsmiklar lokanir á samfélagsstarfsemi virðast hafa ýtt undir stuðning við hreyfinguna sem bandaríska alríkislögreglan FBI hefur meðal annars varað við.

Hreyfingin varð til í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum í tengslum við kosningabaráttu Hillary Clinton og Donald Trump. Þá byrjuðu lygar að grassera á netinu um að Demókratar og valdhafar í Washington stæðu fyrir rekstri barnaníðingsklúbbs í kjallara undir pitsastað í höfuðborginni. Í framhaldi af þessu byrjaði aðili, sem nefnir sig Q, að birta færslur á hinu umdeilda vefsvæði 4chan. Q sagðist vera háttsettur embættismaður og vissi því vel hvað væri á seyði. Viðkomandi hefur aðallega birt færslur sem taka undir málflutning og skoðanir Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Færslur Q snúast aðallega um hið svokallað „djúpríki“ sem á að sögn að samanstanda af elítu stjórnmálamanna, auðmanna og fjölmiðla sem skrifa falsfréttir. Þessi elíta er sögð vilja stýra heiminum og takmarka frelsi borgaranna. Sumir í QAnon-hreyfingunni telja sig geta sannað að Joe Biden, verðandi forseti, taki við mútum frá kínversku kommúnistastjórninni sem stýri honum fyrir vikið. Aðrir sjá þær sóttvarnaráðstafanir, sem gripið hefur verið til í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar, sem skýrt dæmi um að elítan vilji stýra fólki. Af þessum sökum hafi kórónuveirunni verið komið í umferð. Sumir segja að Bill Gates standi á bak við þetta og hafi dreift veirunni í gegnum 5G farsímakerfið og að hann eigi bóluefni við veirunni.

Aðvörun frá FBI

Fjölmargir hafa reynt að komast að hverjir standi á bak við QAnon og hvert markmið hreyfingarinnar sé. En þessu er ekki auðvelt að svara en svarið er kannski að hér sé um hreyfingu að ræða sem styður samsæriskenningar af ýmsum toga.

Um þrjár milljónir Bandaríkjamanna eru taldar styðja hreyfinguna og hefur alríkislögreglan FBI áhyggjur af vexti hennar og hefur varað við hreyfingunni og sagt raunverulega hættu á að þeir sem styðja hreyfinguna fremji hryðjuverk. FBI varaði einnig við því á síðasta ári að hætta væri á að hreyfingin myndi breiða úr sér út fyrir Bandaríkin og það hefur gerst því talið er að tugir þúsunda Evrópubúa styðji hana. Stuðningurinn virðist vera sérstaklega mikill í Þýskalandi en þar er einnig mikið líf á svokölluðum Qlobal-Changheimasíðum þar sem stuðningsfólk hreyfingarinnar getur viðrað skoðanir sínar.

Í nýlegri umfjöllun Politico kom fram að kenningar QAnon hafi töluverð áhrif á mótmælendahreyfinguna „Gulu vestin“ í Frakklandi og það sama á við um hjá andstæðingum bólusetninga á Ítalíu. Í Bretlandi nýtur hreyfingin töluverðs stuðnings meðal andstæðinga sóttvarnaaðgerða og stuðningsmanna Brexit.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir