Í síðustu viku var Aaron Romo, 36 ára, handtekinn í Kaliforníu. Hann er grunaður um að hafa myrt Mirelle Mateus, 24 ára, fyrrum unnustu sína. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur ekki fram hvernig Mateus lést.
ABC7 segir að móðir Mateus hafi fundið á sér að eitthvað hafi komið fyrir dóttur hennar og hafi því farið heim til hennar í Anaheim og fundið hana látna. Þetta var 17. mars.
„Það var ég sem fann hana látna inni á baðherberginu. Það var ekki lögreglan, kerfið brást mér,“ sagði móðirin í viðtali við ABC7.
Grunur beindist fljótt að Romo og fyrir helgi tókst lögreglunni að hafa uppi á honum og handtaka. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald og getur ekki fengið lausn gegn tryggingu.