6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Fékk ár fyrir þjófnað úr Gull og silfri og fleiri brot

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Héraðsdómur Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur.

mbl.is/Þór

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann til 12 mánaða fangelsisvistar fyrir margþátta þjófnað og eina líkamsárás á tímabilinu frá 17. febrúar til 13. október á þessu ári.

Heildarverðmæti þýfisins var rétt rúmlega níu milljónir króna. Þjófnaðurinn var margþátta eins og fyrr segir og var smávægilegur í upphafi. Maðurinn rændi vörum úr matvöruverslun að andvirði rúmlega 15 þúsund króna. Hann braust svo síðar inn í fleiri verslanir og smásöluturna og stal þaðan sígarettum, að andvirði allt að 600 þúsund króna þegar mest lét.

Í verslun Bónus á Akranesi veittist hann svo að afgreiðslustúlku sem varð uppvís af þjófnaði mannsins og reyndi að stöðva hana. Maðurinn hrækti meðal annars til konunnar og loks á hana.

Hans stærsti þjófnaður var svo í skartgripaverslun Gulls og silfurs þar sem hann tók allt steini léttara, skartgripi að andvirði rúmlega 5,2 milljóna króna. Loks, þann 13. október, braust hann inn í verslun Elko á Granda og stal þaðan raftækjum og öðru að andvirði tæplega þriggja milljóna króna.

Manninum var gert að greiða rúmlega 750 þúsund krónur í málsvarnarkostnað. Frá refsingunni dregst óslitið gæsluvarðhald frá 21. október síðastliðnum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir