Fékk hatur frá eigin stuðningsmönnum sem létu í sér heyra – Fyrirliðinn tjáir sig: ,,Hef aldrei séð annað eins á mínum ferli“ – DV

0
106

Hugo Lloris, markmaður Tottenham, var sár í dag eftir leik liðsins við Bournemouth í úrvalsdeildinni.

Tottenham var alls ekki upp á sitt besta í þessum leik og tapaði mjög óvænt með þremur mörkum gegn tveimur.

Bournemouth skoraði sigurmark sitt á lokasekúndunum en Tottenham hafði jafnað metin er tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Davinson Sanchez, varnarmaður Tottenham, fékk mikið baul á meðan leik stóð, eitthvað sem Lloris var ekki sáttur við.

,,Ég vorkenni honum mikið. Ég hef aldrei séð annað eins á mínum ferli,“ sagði Lloris eftir leikinn.

,,Þetta hófst um leið og hann gekk inn á völlinn. Hann hefur verið stríðsmaður fyrir Spurs í mörg ár. Þetta er sorgleg saga fyrir félagið, stuðningsmennina og leikmanninn.“

Enski boltinn á 433 er í boði