7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Fékk heilahristing og kastaði ítrekað upp

Skyldulesning

Árásin átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í ágúst 2017. …

Árásin átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í ágúst 2017. Þar sem svo langur tími var liðinn frá atvikinu mat dómari það rétt að skilorðsbinda dóminn.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist harkalega á annan mann fyrir utan öldurhús í Reykjavík í ágúst 2017. Árásarmaðurinn, sem hefur ekki áður brotið af sér, var jafnframt dæmdur til að greiða manninum 400.000 kr. í miskabætur. 

Fram kemur í dómnum að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi ákært manninn þann 1. september síðastliðinn fyrir líkamsárás og hótanir, með því að hafa föstudaginn 25. ágúst 2017 veist ítrekað með ofbeldi að öðrum manni. Fram kemur að hann hefði slegið hann tveimur hnefahöggum og skallað hann í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn kastaðist aftur á útidyrahurð staðarins. Það varð til þess að maðurinn kastaði ítrekað upp og hlaut heilahristing, mar í andliti, brot í tönn og tognaði í hálsi. 

Þá varð gerð skaða- og miskabótakrafa sem hljóðaði upp á þrjár milljónir króna. 

Fram kemur í dómnum, sem féll 2. desember, að ákæruvaldið hefði fallið frá ákæru um hótanir. Þá hefði árásarmaðurinn skýlaust játað sök. 

Tekið er fram að maðurinn hafi ekki brotið af sér áður og þar sem atvikið átti sér stað fyrir þremur árum var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna. 

Auk þess að greiða 400.000 kr. í miskabætur þá var maðurinn auk þess dæmdur til að greiða 367.000 kr. í málsvarnarlaun. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir