Fékk ógnvekjandi skilaboð frá nágranna sínum – Ástæðan er ótrúleg – DV

0
130

Það er vel þekkt að nágrannaerjur blossa öðru hvoru upp og virðist oft ekki þurfa mikið til að nágrannar fari í taugarnar á hver öðrum. Kona ein, sem taldi að hún ylli engu ónæði, fékk bréf inn um lúguna hjá sér dag einn. Í því stóð að hún ylli öðrum íbúum fjölbýlishússins ónæði með því að ganga um berfætt heima hjá sér.

Hún birti mynd af bréfinu en í því segir: „HÆTTU AÐ GANGA UM BERFÆTT. Ef þú heldur þessu áfram, sérstaklega frá klukkan 22 til 06, mun ég kæra þig til lögreglunnar,“ segir í bréfinu.

Konan skrifaði hæðnislega: „Hugsið ykkur þá óskammfeilni að ganga um berfætt í eigin íbúð.“

Umrætt bréf. Margir tjáðu sig um málið á samfélagsmiðlum og bentu margir á að það valdi ekki meiri hávaða að ganga um berfættur en í skóm.

„Hvernig getur það valdið meiri hávaða að vera berfættur en að vera í skóm?“ skrifaði einn.

„Þú verður að fá þér stór stígvél með fullt af málmi.“ skrifaði annar.