5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Fékk starf í Frakklandi – Setti afrek sín í fótboltatölvuleik í ferilskránna

Skyldulesning

Andy Cotter-Roberts náði að gera góða hluti með liðinu Wrexham í fótboltastjóratölvuleiknum Football Manager en hann kom liðinu upp í efstu deild Englands. Andy hefur nú fengið nýtt starf eftir að hann skilaði afrekum sínum í leiknum inn með ferilskránni sinni.

Þrátt fyrir að hæfileikar Andy séu mestir í sýndarheimi fótboltatölvuleiksins þá tengdist starfið sem hann fékk ekki fótbolta á neinn hátt. Um var að ræða starf í skíðasvæði í Frakklandi en Andy mun vinna þar á bar. Í auglýsingu fyrir starfið voru umsækjendur hvattir til að setja eitthvað í ferilskrána sína sem gerði þá einstaka.

„Mér fannst umsóknin mín vera svolítið fjarstæðukennd því ég hef alveg unnið á bar en ekki á svona stað,“ sagði Andy í samtali við SPORTbible. „En þeir sögðu mér að segja frá einhverju einstöku svo ég ákvað bara að hafa smá gaman.“

Andys segir það vera virkilega leiðinlegt að sækja um störf og skrifa ferilskrár. „Hvað á maður að segja? Að ég elski að vera á fótum allar nætur, viltu ráða mig? Ég var búinn að vera á góðu róli í tölvuleiknum svo ég ákvað bara að setja það með ferilskránni. Það verður allavega fyndið.“

Innlendar Fréttir