4 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Féll niður um vök austan við Selfoss – Björgunarsveitir og lögreglan enn að störfum

Skyldulesning

Á sjöunda tímanum í kvöld varð slys rétt austan við Selfoss en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu féll maður niður um vök. Lögregla, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn eru enn að störfum.

Ekki er vitað hvort maðurinn sé slasaður samkvæmt upplýsingum RÚV sem komu frá yfirlögregluþjóninum Sveini Kristjáni Rúnarssyni. Þá sagði Sveinn að slysið hafi ekki veirð í Ölfusá heldur í læk eða vatni sem staðsett er austan við Selfoss.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfesti í samtali við Vísi að björgunarsveitirnar hefðu verið kallaðar út en hann gat þó ekki veitt frekari upplýsingar um málið.

Innlendar Fréttir