5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur

Skyldulesning

Kvikmyndahátíðin RVK Feminist Film Festival hefur staðið yfir um helgina og lýkur henni í kvöld, sunnudagskvöld. Myndir hátíðarinnar eru sýndar í Bíó Paradís en efnið er líka að einhverju leyti aðgengilegt á vefsíðu hátíðarinnar.

Þessi alþjóðlega kvikmyndahátíð hefur það markmið að kynna konur í kvikmyndagerð en meðal íslenskra verka sem þarna eru sýnd er Stuttmyndin Hvar er draumurinn? sem ber á ensku titilinn Is This My Life? Myndin er byggð á sönnum sögum úr undirheimum Íslands. Má geta þess að lokalagið í myndinni er samnefnt lag hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns mín en í flutningi Stálsins, sem er sambland af Dimmu og Skálmöld.

Höfundar myndarinnar eru Jokka G. Birnudóttir, Pétur Guðjónsson og Úlfhildur Örnólfsdóttir en myndina má nálgast hér: Is This My Life « RVK Fem Film Fest

Viðtalið við höfundana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:

Í viðtali hér að neðan segir Jokka einnig frá öðru verkefni, sem er teiknimyndaútgáfa af stuttmynd sem hún og Pétur Guðjónsson gerðu í minningu drengs sem svipti sig lífi á geðdeild árið 2012. Upprunalega myndin er sýnd á hátíðinni.

Innlendar Fréttir