7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Fengu eina mínútu til að reyna að eyða 127 milljónum

Skyldulesning

Jimmy Donaldson, betur þekktur sem MrBeast, gaf fólki kreditkort á dögunum og gaf því eina mínútu til að reyna eyða 127 milljónum íslenskra króna eða einni milljón dollara.

Donaldsson er ein allra vinsælasta YouTube-stjarna heims og er í dag metinn á 22 milljónir dollara eða því sem samsvarar 2,8 milljarða íslenskra króna.

Hann er með tæplega 48 milljónir fylgjenda á miðlinum en í þessu innslagi má sjá hvernig þetta gekk allt saman fyrir sig en það er greinilega erfitt að eyða peningum á svona stuttum tíma.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir