2 C
Grindavik
8. mars, 2021

Ferðalangar hafa að mörgu að hyggja

Skyldulesning

Snjókoma og skafrenningur gæti spillt færð um helgina, samkvæmt spám.

Ljóst er að þeir sem ætla að leggja land undir fót um helgina hafa að mörgu að hyggja miðað við veðurspár, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

„Snjókoma og skafrenningur getur spillt færð á fjallvegum nyrðra og eystra. Ferðalangar þurfa því að kynna sér vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er í hann.

Allhvöss eða hvöss norðaustanátt, sums staðar stormur norðvestan til, verður á landinu í dag. Þá verður slydda eða rigning á Norður- og Austurlandi og snjókoma til fjalla, en úrhellisrigning á Austfjörðum fram eftir degi.

Viðvörun er í gildi á Vestfjörðum vegna hríðarveðurs á og áfram eru viðvaranir vegna skriðuhættu og úrkomu í gildi á Austfjörðum.

Norðlægari vindur verður á morgun, en hann verður þó áfram hvass og kólnar heldur. Slydda eða snjókoma á norðurhluta landsins á morgun en víða léttskýjað syðra.

„Rignir áfram fyrir austan en þó ekki í sama mæli og undanfarið, þ.a. líklega dregur smám saman úr skriðuhættu á Seyðisfirði, sem hefur viðvarandi frá því í byrjun vikunnar. Áframhaldandi hríðarverður norðan til á sunnudag, en bjart fyrir sunnan og frost víðast um land,“ segir í hugleiðingunum.

Innlendar Fréttir