2 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Ferðaþjónustan tekur hratt við sér við komu bóluefnis

Skyldulesning

Segir Skarphéðinn Berg Ferðamálastjóri í samtali við RUV, en mun hún gera það. Sjá viðtal við Skarphéðinn Berg

Já vissulega kemur smá bjartsýni og von við komu bóluefnis gegn Covid sjúkdómnum, það er það sem heimurinn hefur beðið eftir til að hagkerfi heimsins geti tekið við sér. En þetta er búið að vera langur tími – í rauninni fer heilt ár að lámarki í þessa veiru og það er langur tími fyrir ferðaþjónustuaðila með nánast litla sem enga innkomu. Það sem að Skarphéðinn minnist ekki á eru fjöldagjaldþrotin í greininni. Þeir sem duttu strax út fyrri í aðgerðum Stjórnvalda í byrjun faraldurs. Það fólk er ekki ánægt með viðhorf Skarphéðins Bergs og finnst hann illa tengdur þeim raunveruleika sem að þetta fólk er að fást við. Að segja að ferðaþjónustan muni taka hratt við sér, það fer allt eftir því hvernig menn munu geta nýtt sér þau úrræði sem að nú eru í smíðum og væntanleg. 

Bjarni Ben í upphafi faraldurs tók fram að lífvænlegum fyrirtækjum yrði hjálpað til að komast í gegn um þetta tímabil. Hins vegar hafa aðgerðir stjórnvalda komið skrefi of seint og menn komnir inn að beini í fjársvelti. Bankarnir hafa sitt eigið ákvarðanavald hvað gera skuli við sína viðskiptavini, þar sem að skuldasöfnun á sér stað sem að ekki var fyrirsjáanleg. Stuðningslánið er skuld sem ekki var til fyrir í rekstrarlíkani fyrirtækjanna og frysting lána var alltof stutt. Það vekur furðu mína að ekki skuli áfram vera beint til fjármálastofnanna að frysta þessar skuldir yfir á næsta sumar, þar sem að nú er bóluefni væntanlegt og fjármálastofnanir geta því án mikillar áhættu áfram veðjað á þau fyrirtæki sem eru lífvænleg. Þrátt fyrir væntanlega viðspyrnustyrki og aðrar aðgerðir sem að eru í kortunum, þá blasir sú staðreynd við að ferðaþjónustan mun ekki taka við sér fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar 2021. Þannig að ef áfram á að halda lífvænlegum fyrirtækjum á lífi þangað til, þá þurfa þau að komast í skuldaskjól, þar til þau geta farið að mala aftur. Þá liggur fyrir að margir munu þurfa að endurfjármagna, en í augnablikinu er alltof erfitt er að spá fyrir um hver framvindan verður hjá fyrirtækjum varðandi innkomu og því er endurfjármögnun ekki í kortunum í augnablikinu. 

Tekið úr spjalli inná Grúppu „Samstaða smærri fyrirtækja og einyrkja í ferðaþjónustu“

„Þegar við erum að kvarta undan skilningsleysi/þekkingarleysi, er ástæðan sú að þeir sem ekki eru í ferðaþjónustu skilji ekki hvað er í gangi og átti sig ekki á stöðunni, þá koma svona fréttir og útskýra það allt ðŸ˜‰ Hér tjáir ferðamálastjóri sig um stöðuna í frétt á RÚV.isÚr fréttinni:

Fyrirtækin verða tilbúin: 

„Já ég held að fyrirtækin verði almennt tilbúin. Auðvitað hafa þau gengið í gegnum býsna erfiða tíma á þessu ári, en miðað við þær upplýsingar sem við höfum þá hafa þau mörg náð að bregðast mjög skilvirkt við þessu ástandi. Tekjurnar hafa náttúrulega hrunið, en þau hafa náð að fylgja því eftir með því að lækka kostnað hjá sér. Ríkið hefur náttúrulega komið til aðstoðar varðandi launakostnaðinn. Það munar mikið um þetta þannig að þau hafa náð að verjast í rekstrinum með þeim hætti.“

(tilvitnun lýkur)

Verða fyrirtækin tilbúin?

Hér er um embættismann að ræða og heila stofnun sem óneitanlega bara með nafni sínu, Ferðamálastofa er andlit ferðaþjónustunnar út á við. Það er alvarlegt að ríkisstofnun sem þessi komi fram með svona fullyrðingar þegar við vitum að ferðaþjónustan er að brenna upp.“

Eins og sjá má að þá er staðan alvarleg hjá svo mörgum, en í þessari grúppu eru upp undir 300 ferðaþjónustuaðilar, sem að upplifa að þau eru ekki heyrð. Strax í byrjun faraldurs virðist sú lína hafa verið lögð hverjum ætti að fórna og í þeim fórnarkostnaði eru litlu fyrirtækin og einyrkjarnir að stórum hluta. Það er sárt fyrir þetta fólk að upplifa að þeirra hugvit, þekking, djörfung og dugnaður er ekki metinn verðleikum. Það er vissulega eðlileg krafa að lífvænlegt fyrirtæki eigi að vera í skilum með öll opinber gjöld í byrjun faraldurs, en ef þessi aðilar hafa ekki fengið neinar fyrirgreiðslur á þessum átta mánuðum síðan þetta stríð hófst, þá kemur vissulega að því að þau gjöld fari í vanskil hjá sumum. Þetta er því sanngirnismál. Atvinnulífið á rétt á bótum, ekkert síður en launþeginn sem á sinn rétt á atvinnuleysisbótum. Það er líka rangnefni að segja að ríkið sé að greiða atvinnuleysisbætur fyrir fyrirtækin, þegar að tryggingargjaldið sem að atvinnulífið greiðir með hverjum starfsmanni rennur til atvinnuleysistryggingarsjóðs og þar með er það atvinnulífið sem borgar. 


Innlendar Fréttir