9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Ferguson ráðleggur United – Leggur til tvo kosti þegar kemur að framtíðarstjóra

Skyldulesning

Samkvæmt Rob Dawson blaðamanni ESPN er Sir Alex Ferguson með í ráðum nú þegar Manchester United skoðar stjóra fyrir sumarið.

Ralf Rangnick er með samning við United sem stjóri fram á sumar en þá er búist við að félagið ráði inn nýjan mann.

ESPN heldur því fram að Ferguson hafi mikið dálæti á Mauricio Pochettino stjóra PSG en hann er sagður vera ofarlega á blaði United.

Pochettino og Ferguson eru miklir félagar og hafa sést snæða saman hádegisverð í Lundúnum. En Ferguson veit að planið gengur ekki alltaf upp.

Hann hefur því samkvæmt ESPN lagt það til að United hleri einnig Carlo Ancelotti þjálfara Real Madrid. Ferguson lét af störfum hjá United árið 2013 en félagið hefur síðan þá verið í krísu innan vallar.

Sir Alex Ferguson is an admirer of Mauricio Pochettino but has recommended that #mufc consider Carlo Ancelotti if Pochettino boss rules himself out of the running #mulive [@RobDawsonESPN]

— utdreport (@utdreport) March 2, 2022

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir