Ferguson slekkur í öllum sögusögnum og reif upp pennann – DV

0
68

Hinn mjög svo efnilegi Evan Ferguson framherji Brighton hefur slökkt í öllum sögusögnum með því að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Þessi 18 ára gamli írski sóknarmaður hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir vaska framgöngu sína á undanförnum vikum.

Stærri félög í Englandi horfðu til þess að fá Ferguson í sumar en nú er ljóst að af því verður ekki.

Ferguson hefur skrifað undir samning við Brighton til ársins 2028 eða rúmlega fimm ára.

„Hann er okkur ofar mikilvægur og það er hellingur sem hann getur bætt í sínum leik. Hann er ungur að árum. Hann hefur leikið vel undanfarið,“ segir Roberto De Zerbi stjóri Brighton.

Enski boltinn á 433 er í boði