Fetar í fótspor pabba síns og búinn að gera fyrsta samninginn – DV

0
63

Sonur sóknarmannsins Nani er búinn að skrifa undir sinn fyrsta samning og er það við lið Sporting í Portúgal.

Frá þessu var greint í gær en sonur hans, Lucas, fetar í fótspor föður síns með því að gera samning við portúgalska félagið.

Nani hóf feril sinn hjá Sporting sem atvinnumaður og lék með aðalliðinu frá 2005 til 2007 og samdi síðar við Manchester United þar sem hann lék í átta ár.

Nani er í dag 36 ára gamall en sonur hans er níu ára og þykir vera ansi efnilegur leikmaður.

Nani spilar með Melbourne Victory í Ástralíu í dag en hann lék yfir 100 landsleiki fyrir Portúgal á ferlinum.

Nú er að sjá hvort nýr Nani verði mættur eftir nokkur ár en akademía Sporting er ansi góð og vonandi fær strákurinn þá hjálp sem þörf er á.