-2 C
Grindavik
24. janúar, 2021

FH-ingar draga liðið sitt út úr Evrópukeppninni

Skyldulesning

FH mun ekki taka þátt í Evrópukeppninni eins og áætlað var því Handknattleiksdeild FH hefur neyðst til að draga lið sitt úr Evrópukeppninni.

Íslensku handboltalandaliðin hafa neyðst til að draga lið sín út úr Evrópukeppninni á þessu tímabili vegna kórónuveirufaraldursins og FH var síðasta liðið sem þrjóskaðist við.

FH átti að mæta tékkneska liðinu HC Robe Zubri í þriðju umferð EHF bikarsins en leikirnir áttu að vera 12. og 19. desember næstkomandi.

Félögin tvö hafa verið í daglegum samskiptum vegna fyrirhugaðra leikja liðanna í Evrópukeppninni í handknattleik en tókst ekki að ná samkomulagi.

FH tilkynnti það síðan á fésbókarsíðu sinni í dag að ekkert verði af þessum leikjum og að FH hafi hætt við þátttöku.

„Því miður hafa strangar sóttvarnarreglur á Íslandi undanfarna mánuði, æfinga og keppnisbann, og gríðarlegar kröfur yfirvalda á keppnislið sem koma til landsins, verið okkur íþyngjandi, og í raun gert okkur ókleift að leika á Íslandi. Reglugerð á landamærum Íslands sem kveður á um sóttkví við heimkomu FH liðsins frá Tékklandi er einnig með þeim hætti að ótækt er að taka þátt,“ segir í tilkynningu FH en hana má sjá alla hér fyrir neðan.

Yfirlýsing.

Innlendar Fréttir