1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

FH-ingar fara til Tékklands

Skyldulesning

FH mætir Robe Zubri frá Tékklandi í 3. umferð Evrópubikarsins í handbolta. Dregið var í morgun.

Fyrri leikirnir í 3. umferðinni fara fram 12. og 13. desember og þeir seinni 19. og 20. desember. Fyrri leikur FH og Robe Zubri fer fram í Kaplakrika.

FH hefur ekki leikið í tæpa tvo mánuði, eða síðan 2. október þegar liðið tapaði með eins marks mun fyrir Selfossi, 25-24. FH er í 6. sæti Olís-deildarinnar með fjögur stig.

Óskar Ólafsson og félagar í norska liðinu Drammen mæta Ferlach frá Austurríki í 3. umferð Evrópubikarsins.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir