FH og Sogndal hafa komist að samkomulagi um að síðarnefnda félagið kaupi kantmanninn knáa Jónatan Inga Jónsson.
Jóntan Ingi er uppalinn FH-ingur og var valinn leikmaður ársins hjá FH í fyrra þar sem hann skoraði 6 mörk og átti 9 stoðsendingar í efstu deild.
„Við kveðjum Jónatan með söknuði en erum þess fullvissir að hann muni heilla stuðningsmenn Sogndal með hraða sínum og leikni. Takk í bili Jónatan og gangi þér vel!,“ segir á vef FH.
Jónatan gekk í raðir hollenska liðsins AZ Alkmaar árið 2015 en snéri aftur heim til FH árið 2018. Jónatan er 23 ára gamall og ógnar sífellt með hraða sínum og krafti.