5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Fimbulkuldi í morgun en hlýindi framundan – 16 stiga gaddur á Þingvöllum

Skyldulesning

Mikið kuldakast gengur nú yfir landið og mældist hitinn í borginni um -8° stig í morgunsárið. 15 stiga gaddur mældist á Þingvöllum samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum Veðurstofunnar frá því klukkan 9 í morgun.

Mikil stilla er nú yfir landinu og hreyfist loft lítið sem ekkert. Munar miklu um þá stillu. Kuldapollar myndast gjarnan þegar slíkar aðstæður eru uppi og getur því munað miklu á hitatölum t.d. í Fossvogi og á mælingastöð Veðurstofunnar í Öskjuhlíð. Hins vegar er ljóst að hin mikla vindkæling sem landsmenn fundu á eigin skinni í gær og í fyrradag er nú liðin tíð, í bili að minnsta kosti.

Í dag gerir Veðurstofan ráð fyrir heldur notalegu og tilbreytingalausu veðri, kalt loft en stillt og léttskýjað og þurrt um allt land.

Á morgun, sunnudag, má vænta þess að frosthörkur víki fyrir mildari hitatölum nær frostmarki en lognið gæti tekið að hreyfast örlítið.

Á mánudag verða hitatölur á vestanverðu landinu, þar á meðal í borginni, komnar yfir frostmark og mega borgarbúar búast við rigningu með hlýindaskeið. Hér er vert að minna á að séu mjög hált getur orðið í slíkum aðstæðum og breytast klakablettir í flughált svell á svipstundu. Það er því ráð að hafa salt eða sandpokann til taks á mánudagsmorgun þegar haldið er af stað í vinnu.

Innlendar Fréttir