Fimm greinst með „Arktúrus“ hér á landi – Vísir

0
73

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2023 13:04

Fimm einstaklingar hafa nú greinst hér á landi með nýtt undirafbrigði Ómíkrón XBB veirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Afbrigðið, sem ber opinberlega heitið XBB.1.16 hefur verið tengt við fjölgun augnsýkinga í frásögnum á netinu en gögn heilbrigðisyfirvalda styðja þær frásagnir ekki.

Guðrún Aspelund, sóttvarnarlæknir, staðfestir í skriflegu svari til Vísis að afbrigðið hafi nú greinst hér á landi. Það hefur ekki hlotið formlegt nafn en hefur verið kallað latneska heitinu Arktúrus í erlendum fjölmiðlum.

Guðrún segir engar breytingar á veikindum eða einkennum fylgja afbrigðinu. Frásagnir af fjölgun augnsýkinga í Indlandi, meðal annars í börnum, fóru mikinn á samfélagsmiðlum í síðustu viku. 

Veikindi ekki alvarlegri Sóttvarnarlæknir segir augnsýkingar hafa verið og séu enn ein af mögulegum einkennum vegna sýkinga sem valda Covid-19. Gögn heilbrigðisyfirvalda bendi ekki til fjölgunar slíkra einkenna vegna X.B.1.16.

Afbrigðið á uppruna sinn í Indlandi og hefur breiðst hratt út að undanförnu, meðal annars í Bandaríkjunum. Þar má nú rekja 7,2 prósent smita til afbrigðsins.

Í skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um X.B.1.16 segir að það hafi nú greinst í 33 löndum. Gögn bendi ekki til þess að veikindi af völdum þess séu alvarlegri en áður.

Tengdar fréttir Nýtt afbrigði sem valdið hefur augnsýkingum ekki greinst hér á landi Alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld fylgjast náið með nýju undirafbrigði Ómíkrón XBB veirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og heitir latneska heitinu Arcturus. Fjölgun augnsýkinga hefur verið tengd við afbrigðið í frásögnum á netinu. Sóttvarnarlæknir segir ekki að merkja fjölgun slíkra sýkinga í gögnum heilbrigðisyfirvalda. Afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi en tilfellum fer fjölgandi á alþjóðavísu og því megi búast við því.

21. apríl 2023 14:51

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira