Fimm launahæsti leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar voru opinberaðir í franska blaðinu L’Equipe í dag. Athygli vekur að fjórir af fimm launahæstu koma úr Manchester United.
Cristiano Ronaldo er launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með rúm 500 þúsund pund á viku. Ronaldo er með 378 milljónir í laun frá United á mánuði.
Það er um 80 milljónum meira á mánuði en Kevin de Bruyne leikmaður Manchester City þénar en hann er í öðru sæti.
Á listanum eru einnig David de Gea, Jadon Sancho og Raphael Varane. Þeir Varane, Sancho og Ronaldo komu allir til United síðasta sumar. Launapakki félagsins hefur því stækkað hressilega.
Fimm launahæstu – Mánuði – Árslaun:
Cristiano Ronaldo – £2.2m (£26.4m)
Kevin De Bruyne – £1.7m (£20.4m)
David De Gea – £1.6m (£19.2m)
Jadon Sancho – £1.5m (£18m)
Raphael Varane – £1.3m (£15.6m)