3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Fimm leikmenn sem Solskjær er sagður horfa til í sumar – Sóknarmaður efstur á lista

Skyldulesning

Ef marka má frétt The Athletic eru ekki miklar líkur á því að Manchester United reyni ekki að kaupa Jadon Sancho frá Dortmund í sumar. Manchester United eyddi öllu síðasta sumri í störukeppni við Dortmund, liðið vildi ekki borga uppsett verð en bjóst við að Dortmund myndi gefa sig.

Sancho er tvítugur kantmaður frá Englandi sem slegið hefur í gegn í Þýskalandi. Solskjær vildi kaupa kantmann síðasta sumar en áherslur hans á markaðnum hafa breyst.

The Athletic segir að Solskjær horfi fyrst og síðast til þess að kaupa miðvörð og síðan framherja, liðið leitar að framtíðar miðverði með Harry Maguire.

Það rímar við ensk götublöð í dag sem segja að Jules Kounde varnarmaður Sevilla og Erling Haaland framherji Dortmund séu efstir á lista United í sumar.

Ensk blöð segja að þessir fimm séu á innkaupalista Solskjær í sumar en líklegt er að United kaupi 2-3 leikmenn í sumar.

David Alaba/ GettyImages5. David Alaba

Jado Sancho er á óskalista Manchester United. Mynd/Getty.4. Jadon Sancho


3. Raphael Varane

Getty Images

2. Jules Kounde

Getty Images

1. Erling Haaland

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir